Þeir sögðu það um Sókrates

Þeir sögðu það um Sókrates
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Þeir sögðu það um Sókrates
hann svæfi jafnan einn
því sumir hafa sexappíl
en sumir ekki neinn.
En seint við fáum svar við
því hvað sexappíllin er
því hvað er hver og hver er hvað
og hvað er ekki hver?

Þó ýmsir vilji segja sex,
það samt ei breytir því
að okkar sex er óþekkt X
og allabaddarí.
Ó, lífsins mikla laumuspil.
Ó, litla fíkjublað.
Já, hver er hvað og hvað er hver
og hver er ekki hvað?

[engar upplýsingar um lagið á plötum