Þjást

Þjást
(Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson)

Það minntist ekki neinn á kvíðann
og almenna vanlíðan
þegar ástin tekur af þér öll völd.

Öll þessi streita við að bíða
og heyra hvort hún hafi tíma
mér var sagt að ástin væri einföld.

Er það bara ég
er það bara ég
er það bara ég
eða líka hún
er það bara ég
er það bara ég
er það bara ég
eða líka hún.

Þegar við erum sundur saman
fer hausinn minn í drama
hef ekki verið týpan í löng sambönd.

Hvað ef við förum aðeins hraðar
er það alltof mikil krafa?
lífið er nógu hratt á þessari öld.

En er það bara ég
er það bara ég
er það bara ég
eða líka hún
er það bara ég
er það bara ég
er það bara ég
eða líka þú.

Veistu hvaða orð rímar við ást?
Þjást.

[af plötunni Hipsumhaps – Lög síns tíma]