Þrjú orð

Þrjú orð
(Lag og texti: Hipsumhaps)

Hamingja er ekki Excel skjal
eða hvað?
Er hún peningar?
Er hún peningar?
Spurningar
sem hafa ekki svar,
eina sem
við vitum er að
allir hafa ólíkar langanir
en flestir vilja bara horfa á sjónvarpið.

Sumir dagar eru drulluerfiðir,
aðra daga ertu sigurvegari.
Gleymi öllu þegar ég heyri
þrjú orð frá þér
og mér líður vel.
Stundum langar mig ekki til að vera
svona mikil tilfinningavera.
Gleymi öllu þegar ég heyri
þrjú orð.

Stórir strákar
með pabbavandamál,
allt sem við gerum
það sökkar alltaf smá,
sökkar alltaf smá.
Ég er bara
að reyna að lifa,
gerum það saman,
já það myndi alls ekki drepa þig að brosa
og taka hressilega í höndina á mér.
Ég veit ekkert hvað mér finnst,
kannski er svarið hérna innst.

Sumir dagar eru drulluerfiðir,
aðra daga ertu sigurvegari.
Gleymi öllu þegar ég heyri
þrjú orð frá þér
og mér líður vel.
Stundum langar mig ekki til að vera
svona mikil tilfinningavera.
Gleymi öllu þegar ég heyri
þrjú orð.
Það skiptir engu
hvers lensk við erum,
reynum bara að vera næs.

Því ef við erum öll úr sama heimi
þá erum við öll,
erum við öll,
hvað erum við öll?
Erum við öll heimsk?
 
[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]