Þú ert ung (Þekking heimsins)

Þú ert ung (Þekking heimsins)
(Lag / texti: Gylfi Gunnarsson / Valgeir Sigurðsson)

Þú ert ung og ennþá þekkir
ekki heimsins tál.
Vertu gætin, varast skaltu
viðsjál leyndarmál
við Pétur og Pál.

Vita skaltu vina litla
veröldin er hál.
Fyrirheit og fagurgali
fanga marga sál
og bera‘ ana á bál.

Ekki skaltu láta angurgapa
æskuvonum þínum glepja sýn.
Ef þú skyldir áttum réttum tapa
skaltu undireins koma til mín.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar II]