Trúboði
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég er trúboði frá Salt Lake City,
boða heimsendi stíft í Breiðholti
ef ég verð heppinn kemst ég inn
en samt oftast ekki yfir þröskuldinn,
ég ferðast í strætó með töskuna,
ferðaslædsvél og biblíuna
í rigningu á rykfrakkanum,
að komast inn er allt sem ég bið um.
Ég fæ mér sæti í sófanum,
létti á mér, fer kannski úr frakkanum,
þú sýnist góð, volg undir peysunni,
ég sýni þér slæds af upprisunni,
gef þér guðsspjöllin fyrir náttborðið,
gef þér glansmyndir fyrir smábarnið,
ég tala‘ um ésú, guð og englana
en hef mestan áhuga á þér milli fótanna.
Valíumþyrstar í blokkunum,
allt löngu löngu farið forgörðum,
þær lafa slappar yfir stjörnunni
og póstmenn eru flestir af kvenkyni.
ÉS-Ú-VAR-KANN-SKI-BEST-I-VIN-UR BAR-NANN-A
EN-ÉG-ER-LANG-BEST-I-VIN-UR HÚS-MÆÐR-ANN-A!
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































