Undo (a. Pabbi þinn / b. Ctrl-alt-es / c. Mamma þín)
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Pabbi þinn var með standpínu þegar hann bjó þig til,
hamaðist á mömmu þinni og hugsaði um Britney Spears
svo með bældu andvarpi var kveikt á litla þér
og svo óx þú, svo óx þú, svo varð þetta að þér.
Dimmt – í svo dimmt, dimmt
er þú gaufast úr rúminu,
kalt – ó svo kalt,
kalt marrar gólfið undir iljunum,
það eru engir flýtihnappar í boði,
það er engin patentlausn nema sú vonlausa
ctrl-alt-escape,
þú getur því miður ekki bara ýtt á undo.
Ú – mamm-mamm-mamm-mamma þín er ekki hér.
En þú mátt ef þú vilt
eiga stóran mömmuguð
og segja að hann sé
allt í öllu út um allt.
Ú – mamm-mamm-mamm-mamma þín er ekki hér.
Við erum efnasambönd,
vanafast og hrörnandi kjöt
sem horfir á sjónvarpið, það fyllir þögnina
og tökum pláss og hverfum svo ofan í mold.
Ú – mamm-mamm-mamm-mamma þín er ekki hér.
[af plötunni Dr. Gunni – Stóri hvellur]














































