Undur á Borginni

Undur á Borginni
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Það birtist mér undur á Borginni í gær;
það birtist mér stúlka með augu svo skær
að hjartað í brjósti mér hraðara sló.
Og hljómsveitin spilaði Mood Indigo.

Hún gekk inn í salinn með pompi og prakt
í pjúrsilkisokkum og heiðblárri dragt
og hafði á fótunum hælbandaskó.
Og hljómsveitin spilaði Mood Indigo.

Upp reis þá einn
ekki neitt seinn
elegang kavaler.
Hann umvafði fljótt
mitti‘ hennar mjótt
og þrýsti‘ henni fast uppí fangið á sér.

Hann kyssti‘ hana tvo og hann kyssti‘ hana þrjá;
hann kyssti‘ hana hálsinn og vangana á.
Ég sá að hún brosti, ég heyrði að hún hló.
Og hljómsveitin spilaði Mood Indigo.

[engar upplýsingar um lagið á plötum]