Við höldum þjóðhátíð (Þjóðhátíðarlag 1973)

Við höldum þjóðhátíð (Þjóðhátíðarlag 1973)
(Lag og texti: Árni Johnsen)

Við höldum þjóðhátíð,
þrátt fyrir böl og stríð,
við höldum þjóðhátíð í dag.
Við gleymum öskuhríð,
Við gerumst ljúf og blíð,
við syngjum saman lítið lag.

Allt okkar líf er þessum eyjum bundið
áfram við höldum með lífstíðarsundið,

svo glöð og kát.
Á Breiðabakkanum í bratta slakkanum,
brann eldur næturstund.
Þau áttu von og trú og urðu herra og frú,
þau áttu bjarta og hressa lund.

[af plötunni Gísli Helga – Ýmis Eyjalög]