Víst er svo

Víst er svo
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Fagur og heiður er himinninn.

Já, víst er svo, já, víst er svo
en valt er því að treysta.
Á hverri stundu vera skaltu viðbúinn því
að uppá loftið dragi þau hin dökku ský.

Hægt líður aldan um hafið blátt.

Já, víst er svo, já, víst er svo
en valt er því að treysta.
Því alda þessi lævís er og lund hennar stygg
og fyrr en varir upp hún rís með úfinn hrygg.

Borðhár og sterkur er bátur minn.

Já, víst er svo, já, víst er svo
en valt er því að treysta.
Í brimgarðinum kveður æ við sama són;
þar  hefur margur byrðingurinn brotnað í spón.

Ört renna fiskar á færið mitt.

Já, víst er svo, já, víst er svo
en valt er því að treysta.
Á brott er horfið aflalán í einum svip;
þau sigla nær, þau sigla nær hin svörtu skip.

[m.a. á plötunni Þrjú á palli – Tekið í blökkina]