Vonarland

Vonarland
(Lag og texti: Garðar Harðarson)

Sumir fæðast ekki alveg
eins og aðrir, en eiga þó
sama réttinn, sömu vonir,
sama frelsi, sömu ró.

Til að fá að leika, fá að starfa,
fá að treysta bræðraband.Eignast vini, eiga kærleik,
eignast eigið vonar land.

Til framtíðar horfa öll við ættum,
eygja þar birtu, ljós og yl.
Yrkja um frelsið, yrkja um friðinn,
yrkja um að fá að vera til.

Við syngja skulum hér saman
sönginn okkar ég og þú.
Þá verður glaumur og gaman,
gleði bjartsýni og trú.

Við skulum leika, við skulum starfa,
við skulum treysta bræðraband.
Við skulum kyrja sönginn saman,
við skulum syngja um Vonarland.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar]