Vont bara fyrst
(Lag og texti: Megas)
Vísikjarnatölufjölskyldufeður
og frændur og aðrir vinir það skeður
að einn delludárinn kveður
dyra og inn síðan skýst.
Það er vont bara fyrst, svo versnar það stöðugt,
loks verður það djöfullegra en orð fá lýst.
Nei ekkert stynurðu, stendur til boða
nema stöðugt illari versjónir af hroða
uppúr draugum fullum þó af doða,
þú bara deyrð en svo fer þó að þú kýst.
Allt er eins þá tættar
eru umbúðir burt og fæst ætt þar
því mögur ár eru mætt þar
og murka úr þér allt líf, það er víst.
Flautuð var kreppa af en hún kemur enn og birtir
klær og grimmt í álana syrtir,
þessir fáeinu fríu eru hirtir
en fárinu svarar tómt tíst.
Þú hefur lengsta lundar geðið,
lagðir þig og þitt sem veðið
og enn er þreyð og beðið og beðið
uns í þig brjálæðið fær tönnunum níst.
Allt er farið sem farið getur,
já fleira og vel og enn flest og betur
skógarhlíðin fríða étur og étur
og étur enn þó standi‘ hún á blíst-ri.
Upp skal turn í kirkju klífa,
hún kjassar þig lofthræðslan uns ein dýfa
niður á jörð er kvala og kífa
lausnin kærust og sú getur þig hýst.
[af plötunni Súkkat – Ull]














































