Vor í nös
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)
Komið er að því að velja sér vorboða,
vængjaðan fugl e.t.v. eða hrogn,
sinueldinn þennan fagnandi vorvoða
eða vindinn stífa þetta fráleita logn.
Viðlag
Því nú er vor
á veg allt hor
já nú er vor í nösum.
Jú víst sást til lóu í gær fyrir sunnan,
sjúskaðrar reyndar en lóu samt,
hún blístraði sönginn og virtist vel kunna‘ hann,
víddvídd og dýrðin svona u.þ.b. jafnt.
Viðlag
Svo ku hann Sveinn gamli bóndi á Brúsa
búinn að opna gluggann á baðinu,
fólk er hætt að fjúka til hús,
Ferguson kominn í ljós útá hlaðinu.
Viðlag
Gæsin er mætt til að garga út sveitir
en galdra burt snjóinn það ei getur hún,
á snævar þér er ekki stætt þó þú neitir,
steyptu‘ þér í lækinn sem fossar af brún.
Viðlag
Brátt fara mýsnar úr hýbýlum heim
í hagann sem við þær er kenndur
og indverskar flugfreyjur fara á sveim
og fylla allar strendur.
[af plötunni Súkkat – Fjap]














































