Vornæturdraumur

Vornæturdraumur
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Theódór Einarsson)

Vornótt ég vil víkja‘ um stund til þín,
vaka þar til morgunsólin skín.
Hlusta´ á hörpu þína,
horfa´á blómstrið fína.
Grundin er sem gulli ofið lín.

Lát mig heyra ljúfa lagið þitt,
lagið sem að einnig verður mitt.
Svanur úti´á sænum
söng í aftanblænum,
lék hann þar við litlu börnin sín.

Af bergi dettur foss í djúpan hyl,
dreymir, gleym mér ei, um sólaryl.

Dvel ég í dularheimi
dýrð þeirri aldrei gleymi.
Dásamlegt er nú að vera til.
Blærinn strýkur blítt um vanga minn,
blærinn sem er andardráttur þinn.
Nótt, þín nýt ég hljóður,
næstum eins og móður.
Svæfðu mig við blómabarminn þinn.
 
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Þá og nú: Lög Óðins G. Þórarinssonar]