Vorómar

Vorómar
(Lag / texti: Ingólfur Benediktsson / Helgi Seljan)

Er lóukvak um loftið hljómar léttast okkar spor.
Við leiðumst út í vornóttina hlýja.
Því vorið yndi vekur oss og veitir kraft og þor.
Þá ljómar sól um byggð og ból.

Með sól og sunnanvind
og söng á hverri grein
fer vorið vítt um lönd og vermir kaldan stein.
Í ungum brjóstum býr
hin bjarta von og þrá
og ótal draumar, ungar vonir óðar rætast þá.

Því að vorið vermir sál
og vekur hjartans mál.
Við syngjum söng sóldægrin löng.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]