Sýslumenn (1994)

Harmonikkuleikararnir Grettir Björnsson og Örvar Kristjánsson starfræktu um nokkurra mánaða skeið að minnsta kosti tríó ásamt trommuleikaranum Barða Ólafssyni undir nafninu Sýslumenn árið 1994. Sýslumenn léku á nokkrum harmonikkudansleikjum víða um land um sumarið 1994 og eitthvað fram eftir haustið, og kom sveitin einnig fram í þætti Hermanns Gunnarssonar, Á tali hjá Hemma Gunn meðan…

Sælusveitin (1996-2014)

Sælusveitin var pöbbadúett þeirra Hermanns Arasonar og Níelsar Ragnarssonar en þeir félagar störfuðu um árabil sunnan heiða og norðan, og skemmtu skemmtanaþyrstum ölstofugestum frá því um miðjan tíunda áratug síðustu aldar og fram á nýja öld. Hermann lék á gítar en Níels á hljómborðsskemmtara og sáu þeir báðir um sönginn. Sælusveitin gerði líklega út frá…

Afmælisbörn 12. apríl 2023

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi í Glatkistunni. Gunnlaugur (Bjarni) Melsteð söngvari og bassaleikari (f. 1949) hefði átt afmæli á þessum dagi en hann lést sumarið 1979 aðeins þrítugur að aldri. Gunnlaugur starfaði í hljómsveitum eins og Freeport, Tónatríóinu og Nútíð en þekktastur var hann sem söngvari Hauka sem gaf út tvær…

Afmælisbörn 11. apríl 2023

Á þessum degi eru tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar hvorki fleiri né færri en sex talsins: Pétur Hjaltested hljómborðsleikara skal fyrstan nefna en hann er sextíu og sjö ára gamall í dag, fáir hafa líklega leikið með jafn mörgum hljómsveitum og Pétur en hér eru aðeins nefndar Paradís, Póker, Friðryk, Xport, Birta, Borgís, Brimkló, Cogito, Egó, Faraldur,…

Afmælisbörn 10. apríl 2023

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi. Tryggvi G. Hansen torfhleðslu-, tónlistar- og fjöllistamaður er sextíu og sjö ára gamall í dag en hann hefur verið þekktastur síðustu árin fyrir að búa í tjaldi í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Tryggvi á þó einnig tónlistarferil að baki en þrjár plötur komu út tengdar honum á tíunda…

Afmælisbörn 8. apríl 2023

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og níu ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…

Afmælisbörn 7. apríl 2023

Fjögur afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Megas (Magnús Þór Jónsson) er sjötíu og átta ára á þessum degi. Megas þarf auðvitað ekki að kynna sérstaklega en hann hefur verið einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar allt því því að hans fyrsta plata kom út árið 1972. Síðan hafa komið út á fjórða tug platna…

Afmælisbörn 6. apríl 2023

Sex tónlistartengd afmælisbörn koma í dag við sögu Glatkistunnar: Ásgeir Tómasson tónlistarspekúlant, blaðamaður, dagskrárgerðarmaður og margt annað, er sextíu og níu ára gamall í dag. Hann hefur mest alla tíð starfað við tónlist og fréttaflutning, hann hefur skrifað um tónlist á flestum dagblöðum landsins auk þess að hafa annast þáttagerð í útvarpi. Georg Hólm bassaleikari…

Sverrir Guðjónsson (1950-)

Líklega eru fáir sem hafa komið að íslenskri tónlist með jafn fjölbreytilegum hætti sem söngvari en Sverrir Guðjónsson en hann hefur sungið bæði á tónleikum og á plötum sem barnastjarna, gömludansasöngvari, þjóðlagasöngvari, poppsöngvari, spunadjasssöngvari, kórsöngvari og kontratenórsöngvari með áherslu á barrokk og endurreisnartónlist en hann hefur einnig leikið á trommur, gítar og píanó, komið fram…

Szymon Kuran (1955-2005)

Fiðluleikarinn Szymon Kuran er einn þeirra fjölmörgu erlendu tónlistarmanna sem hingað hafa komið, fest hér rætur og sett svip sinn á tónlistarlíf landsmanna. Hann var mikilsvirtur fiðluleikari og tónskáld, lék alls konar tónlist og er hana að finna á fjölmörgum útgefnum plötum hérlendis. Szymon Jakob Kuran fæddist í Póllandi síðla árs 1955 og fljótlega var…

Sverrir Guðjónsson – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson – 12 ára, undirleikur: Jan Moravek gítar, harmonika, kontrabassi og píanó [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 247 Ár: 1962 1. Vögguvísa 2. Heimþrá 3. Vögguvísa (Sof í ró) 4. Sonarkveðja 5. Sumarfrí Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Jan Moravek – gítar, harmonikka, kontrabassi og píanó Sverrir Guðjónsson – 13 ára ásamt Guðna S.…

Sýróp [1] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum  um hljómsveit sem mun hafa borið nafnið Sýróp en heimildir um þessa sveit eru afar takmarkaðar. Svo virðist sem Guðmundur Jónsson gítarleikari (Sálin hans Jóns míns o.m.fl.) hafi verið einn meðlima Sýróps en aðrar upplýsingar er ekki að finna um sveitina, hvorki hvenær hún starfaði, hversu lengi eða hverjir aðrir skipuðu…

Sýkklarnir (1981-83)

Hljómsveit frá Akureyri sem gekk undir nafninu Sýkklarnir markar tímamót að nokkru leyti í norðlensku tónlistarlífi en hún innihélt tvö síðar þekkta tónlistarmenn sem hófu feril sinn innan hennar. Reyndar er rithátturinn Sýkklarnir misvísandi því nafn sveitarinnar hefur verið ritað með ýmsum öðrum hætti s.s. Sýklarnir, Sýkkklarnir, Zýklarnir, Zýkklarnir og Zýkkklarnir – Sýkklarnir er hér…

Systratríóið (1939-42)

Söngtríó þriggja reykvískra systra á þrítugsaldri vakti nokkra athygli á stríðsárunum en þær komu töluvert fram á skemmtunum á árunum 1939-42 og einnig í útvarpi, og nutu að því er virðist töluverðra vinsælda. Ekki liggur fyrir hvers konar tónlist þær sungu. Systurnar þrjár sem gengu undir nafninu Systratríóið voru þær Bjarnheiður, Margrét og Guðrún Ingimundardætur…

Systir Sara (1972-75)

Hljómsveitin Systir Sara (og um tíma Sara) starfaði um nokkurra ára skeið á höfuðborgarsvæðinu, lengst af sem húshljómsveit í Silfurtunglinu en sveitin mun einnig hafa leikið nokkuð á Keflavíkurflugvelli hjá bandaríska hernum. Systir Sara kom fyrst fram sem húshljómsveit í Silfurtunglinu í byrjun júní 1972 en ekki liggur fyrir hversu lengi sveitin hafði þá starfað,…

Sigurður Kr. Sigurðsson (1955-2017)

Sigurður Kr. Sigurðsson varð landsþekktur þegar hann söng lagið Íslensk kjötsúpa undir lok áttunda áratugar síðustu aldar en hann hafði þá um nokkurra ára skeið sungið með hljómsveitum sem sumar hverjar voru nokkuð þekktar. Sigurður Kristmann Sigurðsson (f. 22. október 1955) vakti fyrst athygli árið 1973 þegar hann átján ára gamall hóf að syngja með…

Szymon Kuran – Efni á plötum

Súld – Bukoliki Útgefandi: Súld & Gramm / Músík Útgáfunúmer: Gramm-3 / Músík 010 Ár: 1988 / 2006 1. Gróðursetning (Transplantation) 2. Augnablik (Moment) 3. U.V.E. 4. Nálarhús (Box of needles) 5. Bukoliki 6. Ontario austur (Ontario East) 7. Brottför 11/8 (Departure) 8. Snerting (Touch) Flytjendur: Stefán Ingólfsson – bassi Szymon Kuran – fiðla Lárus Grímsson – hljómborð Steingrímur Guðmundsson – trommur…

Tartarus [1] – Efni á plötum

Tartarus – Luciferious Útgefandi: Helgi Jónsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2023 1. The Beginning 2. Lucifer 3. God‘s sin 4. Her majesty 5. Interlude 6. Mother nature 7. The witch 8. Edge of death 9. Black testament 10. Power Flytjendur: Helgi Jónsson – trommur Lúðvík Aðalsteinn Þorsteinsson – bassi og söngur Stefán Ásgeir Ómarsson –…

Sýrutripp (2000)

Aldamótaárið 2000 var hljómsveit starfrækt á Stöðvarfirði undir nafninu Sýrutripp, þessi sveit mun hafa verið í harðari kantinum en annað er ekki að finna um hana. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Sýrutripp frá Stöðvarfirði.

Sýróp [3] (2002)

Hljómsveit var starfrækt undir nafninu Sýróp árið 2002 en það ár var hljómsveitin með lag á safnplötunni Afsakið hlé. Meðlimir Sýróps voru þeir Guðmundur Kristinn Jónsson gítarleikari, Ólafur Freyr Númason söngvari, Bragi Valdimar Skúlason gítarleikari, Einar Sigurðsson bassaleikari og Jón Geir Jóhannsson trommuleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi þessi sveit starfaði og óskað er eftir…

Sýróp [2] (um 1999?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét Sýróp og innihélt gítarleikarann Grétu Sigurjónsdóttur (Dúkkulísurnar o.fl.). Þessi sveit var hugsanlega starfandi á síðari hluta tíunda áratugarins, að öllum líkindum undir lok aldarinnar. Hér er beðið um upplýsingar um meðlimi Sýróps, hljóðfæraskipan og annað sem við hæfir þykir í umfjöllun um sveitina.

Afmælisbörn 5. apríl 2023

Afmælisbörn dagsins eru sjö talsins að þessu sinni: Fyrst skal telja tvíburabræðurna frá Vestmannaeyjum, þá Gísla og Arnþór Helgasyni sem eru sjötíu og eins árs gamlir. Framan af störfuðu þeir bræður mikið saman, fóru um landið og léku saman á mörgum tónleikum ungir að árum um miðjan sjöunda áratuginn og létu sjónskerðingu ekki aftra sér…

Afmælisbörn 4. apríl 2023

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Friðrik Guðjón Sturluson bassaleikari frá Búðardal er fimmtíu og átta ára gamall á þessum degi. Friðrik hafði leikið með ýmsum hljómsveitum s.s. Hendingu, Suðvestan hvassviðri og Mao áður en leið hans lá í Sálina hans Jóns míns en með þeirri sveit hefur hann gert garðinn hvað frægastan síðan. Friðrik hefur einnig…

Afmælisbörn 3. apríl 2023

Glatkistan hefur upplýsingar um eitt afmælisbarn í dag: Silli Geirdal (Sigurður Geirdal Ragnarsson) bassaleikari fagnar stórafmæli en hann er fimmtugur í dag. Silli hefur frá árinu 2004 verið þekktastur fyrir að starfa með sveit sinni Dimmu en hann hefur einnig leikið með hljómsveitum eins og Sign og Stripshow, færri vita að á bernskuárum sínum myndaði…

Afmælisbörn 2. apríl 2023

Þrjú afmælisbörn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Stefán Örn Arnarson sellóleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag, hann nam hér heima og í Bandaríkjunum og gaf út plötu árið 1996 með verkum úr ýmsum áttum, þar sem sellóið er í aðalhlutverki. Sellóleik hans er einnig að finna á plötum ýmissa tónlistarmanna…

Afmælisbörn 1. apríl 2023

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og fjögurra ára gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…