Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Samkór Reykdæla en blandaður kór undir því nafni söng á útihátíð sem haldin var um verslunarmannahelgina sumarið 1971. Svo virðist sem þessi kór hafi verið settur saman einvörðungu til að syngja á samkomunni og hugsanlega einnig við messu sem haldin var á sömu hátíð. Hér er óskað eftir upplýsingum um stærð kórsins, hversu lengi hann starfaði og hver annaðist söngstjórn en kórinn hafði að geyma söngfólk úr Reykjadal / Reykholtsdal í Borgarfirði.














































