Söngfélagið Svava [2] (1908)

Kór sem gekk undir nafninu Söngfélagið Svava mun hafa verið starfandi árið 1908 og er líklega ekki um sama söngfélag og starfaði undir sama nafni um áratug áður í Reykjavík, þetta söngfélag var að líkindum starfrækt í Hafnarfirði enda hélt það tónleika í Góðtemplarahúsinu þar í bæ snemma árs undir stjórn Sigfúsar Einarssonar.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta að því er virðist skammlífa söngfélag.