Afmælisbörn 15. júlí 2023

Markús Kristjánsson

Eitt afmælisbarn er á lista Glatkistunnar í dag:

Markús Kristjánsson píanóleikari og tónskáld hefur átt afmæli á þessum degi en hann fæddist árið 1902 og lést 1931 úr berklum, tæplega þrítugur að aldri. Markús þótti afar efnilegur píanóleikari og nam píanóleik í Danmörku og Þýskalandi, hann var jafnframt tónskáld og samdi nokkur þekkt sönglög, m.a. við Bikarinn e. Jóhann Sigurjónsson og Gott er sjúkum að sofa e. Davíð Stefánsson, ljóst er að nafn hans hefði orðið mun stærra hefðu veikindin ekki gripið í taumana.

Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari á stórafmæli í dag en hún er sextug. Bryndís nam hér heima og síðar í Bandaríkjunum og Hollandi og hefur starfað mestmegnis á Íslandi þar sem hún hefur leikið t.d. með Caput hópnum, hljómsveit Íslensku óperunnar, Strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík og Kammersveit Reykjavíku auk þess að koma fram sem einleikari ótal sinnum. Þá hefur hún leikið inn á fjölmargar plötur af ýmsu tagi s.s. með Björk, Sigurði Guðmundssyni, Frostrósunum og Diddú svo fáein dæmi séu nefnd.

Vissir þú að árið 2008 var stofnaður minningarsjóður um Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara?