Söngvinir [1] (1944-45)

Söngvinir í Vestmannaeyjum

Veturinn 1944-45 starfaði tvöfaldur kvartett í Vestmannaeyjum undir nafninu Söngvinir og setti nokkurn svip á sönglífið í Eyjum.

Tildrög þess að Söngvinir voru stofnaðir vorið 1944 voru þau að starfsemi Karlakórs Vestmannaeyja sem hafði verið stofnaður 1941 lá niðri þar sem stjórnandi hans, Helgi Þorláksson hafði flutt úr Eyjum, átta félagar úr kórnum brugðu því á það ráð að stofna þennan tvöfalda kvartett undir þessu nafni en þeir voru Óskar Steindórsson og Sveinbjörn Guðlaugsson fyrstu tenórar, Sigurður Ingimundarson og Sigurður Ágústsson aðrir tenórar, Ágúst Pétursson og Ásmundur Steinsson fyrstu bassar og Tryggvi Guðmundsson og Sveinn Magnússon aðrir bassar, Ágúst sá jafnframt um söngstjórn.

Söngvinir æfðu mikið og milli jóla og nýárs komu þeir fyrst fram opinberlega, það gerðu þeir svo enn meira eftir áramótin 1944-45 og um svipað leyti hófu þeir einnig að kalla sig Smárakvartettinn án þess þó að leggja Söngvina-nafnið til hliðar, og héldu síðan tónleika ásamt fleirum í samkomuhúsinu í Vestmannaeyjum um vorið, þá hafði nýr kórstjóri verið ráðinn til Karlakórs Vestmannaeyja og í kjölfarið hættu Söngvinir / Smárakvartettinn störfum.