Söngvinir [2] (1989-)

Sönvinir

Söngvinir, kór eldri borgara í Kópavogi hefur verið starfræktur um árabil, lengst undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur, Sigurðar Bragasonar og Kjartans Sigurjónssonar en hin síðari ár hafa mun fleiri komið að kórstjórninni.

Söngvinir voru að öllum líkindum stofnaðir árið 1989 og var Kristín Sæunn Pjetursdóttir stjórnandi kórsins fyrstu árin eða allt til ársins 1994 þegar Sigurður Pétur Bragason tók við, hann var með kórinn fram yfir aldamótin 2000 þegar Kjartan Sigurjónsson leysti hann af hólmi 2002. Kjartan var svo við stjórnvölinn til 2010 þegar Helga Þórdís Guðmundsdóttir tók af honum og í kjölfarið komu nokkrir stjórnendur sem höfðu skemmri viðdvöl sem kórstjórnendur, það voru Gróa Hreinsdóttir (2011-12), Hrönn Helgadóttir (2012-15), Bjartur Logi Guðnason (2015-18), Kristján Hrannar Pálsson (2018-20) og svo tók Hrafnkell Karlsson núverandi stjórnandi Söngvina við líklega eftir Covid faraldurinn en starfsemi kórsins lá þá niðri eins og allt annað tónlistarlíf.

Söngvinir sem kór eldri borgara, hefur eðli málsins samkvæmt mestmegnis sungið á höfuðborgarsvæðinu bæði á tónleikum og guðþjónustum en einnig farið í styttri söngferðalag út á landsbyggðina, þar má nefna Kirkjubæjarklaustur og Vestmannaeyjar sem dæmi en þess má geta að innan kórsins hefur verið að finna nokkra einsöngvara sem hafa látið ljós sitt skína á tónleikum,

Söngvinir í Kópavoginum eru því í fullu fjöri og ekki er annað að sjá en að svo verði áfram.