H.J. kvartettinn [1] (1958-59)

Fáar heimildir er að finna um hljómsveit sem starfaði í Keflavík á árunum 1958 og 59 undir nafninu H.J. kvartettinn, og hugsanlega hafði hún þá verið starfandi um tíma. Engar upplýsingar er t.d. að finna um meðlimi sveitarinnar en þeim mun meiri upplýsingar um söngvara hennar sem allir voru að stíga sín fyrstu spor á söngsviðinu á síðari hluta sjötta áratugarins, það voru söngvararnir Þorsteinn Eggertsson, Engilbert Jensen, Áslaug Bergsteinsdóttir og Einar Júlíusson og svo virðist sem þau öll hafi verið samtímis í sveitinni og því jafnmörg meðlimum kvartettsins. Fjórmenningarnir áttu öll eftir að feta tónlistarveginn, hvert á sinn hátt þó.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um H.J. kvartettinn, m.a. hverjir skipuðu hann og fyrir hvað skammtstöfunin H.J. stóð fyrir.