Þegar hljómplötuútgáfan Íslenzkir tónar (1947-64) var og hét undir stjórn Tage Ammendrup sendi hún frá sér tvær tvöfaldar safnplötur á breiðskífuformi árið 1960 sem með réttu teljast fyrstu safnplöturnar sem gefnar voru út hér á landi og um leið fyrstu safnplöturaðirnar – önnur þeirra safnplöturaða og sú sem hér um ræðir var Söngvar frá Íslandi 1 og 2 innihélt einsöngs- og kórlög en hin, Lög frá liðnum árum 1 og 2 var með léttara efni.
Söngvar frá Íslandi 1 og 2 höfðu samtals að geyma tuttugu og sex lög sem áður höfðu komið út á 78 og 45 snúninga plötum hjá Íslenzkum tónum, og voru flytjendur þeirra laga þekkt tónlistarfólk og kórar eins og Guðrún Á. Símonar, Sigfús Halldórsson, Sigurður Ólafsson, Guðmundur Jónsson, María Markan og Karlakór Reykjavíkur.
Plöturnar eru sjaldséðir gripir í dag.














































