
Halla Soffía Jónasdóttir
Tvö afmælisbörn í íslenskri tónlistarsögu komavið sögu Glatkistunnar í dag:
Ólafur Haukur Símonarson er sjötíu og sex ára gamall í dag. Ólafur er fyrst og fremst laga- og textahöfundur og skipta lög hans hundruðum, oftar en ekki tengt leikhúsinu. Þarna má nefna t.d. Hatt og Fatt, Gauragang, Fólkið í blokkinni og Kötturinn fer sínar eigin leiðir en hann Ólafur hefur einnig samið texta fyrir aðra s.s. á plötu Gunnars Þórðarsonar, Borgarbrag sem innihélt m.a. lagið Gaggó Vest. Ólafur hefur einnig sungið sjálfur eigin lög, margir muna t.d. eftir laginu Allur á iði.
Sópran söngkonan Halla Soffía Jónsdóttir á stórafmæli í dag en hún fagnar áttatíu ára afmæli. Halla Soffía söng á yngri árum sínum með hljómsveit Hauks Þorsteinssonar á Sauðárkróki en nam síðan söng og gaf m.a.s. út plötu ásamt Fríði Sigurðardóttur auk þess að syngja einsöng á tónleikum ýmist ásamt Fríði eða með hinum og þessum kórum, en hún söng jafnframt með Skagfirsku söngsveitinni um árabil.
Vissir þú að Hilmar Örn Hilmarsson og Einar Örn Benediktsson starfræktu eitt sinn hljómsveitina Ornamental ásamt Dave Ball úr Soft Cell?














































