Halldórsstaðatríóið var eins konar fjölskylduband starfandi á Halldórsstöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, en tríóið lék fyrir dansi í Reykjadal og nærsveitum um nokkurra ára skeið.
Það var faðirinn Friðrik Jónsson (organisti og kórstjórnandi í sveitinni) sem starfrækti bandið ásamt börnum sínum, Sigurði og Emilíu en öll léku þau á harmonikkur, stundum lék Páll bróðir þeirra einnig með á trommur.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. um starfstíma hennar.














































