HAMS (um 1980)

Hljómsveit starfaði í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði um eða upp úr 1980 undir nafninu HAMS.

HAMS (eða H.A.M.S.) mun vera skammstöfun fyrir meðlimi sveitarinnar en þeir voru Heiðar Ingi Svansson bassaleikari, Andri [?], Már [?] og Sigurður [?].

Ekki er vitað um frekari deili á þessari sveit og er óskað eftir upplýsingum um full nöfn þeirra sem vantar, hljóðfæraskipan og starfstíma sveitarinnar.