Hljómsveitin Hamskiptin var starfrækt innan Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1997 en það ár kom út safnplata sem bar titilinn Tún (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara) og hafði að geyma upptökur frá tónleikum í skólanum.
Meðlimir Hamskiptanna voru þeir Arnaldur Máni Finnsson söngvari og slagverksleikari, Gunnar Þorri Pétursson píanóleikari og Önundur Hafsteinn Pálsson bassaleikari.
Ekkert bendir til að sveitin hafi starfað mikið lengur en í kringum þessa tónleika í MH.














































