Hamskiptin (1997)

Hljómsveitin Hamskiptin var starfrækt innan Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1997 en það ár kom út safnplata sem bar titilinn Tún (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara) og hafði að geyma upptökur frá tónleikum í skólanum.

Meðlimir Hamskiptanna voru þeir Arnaldur Máni Finnsson söngvari og slagverksleikari, Gunnar Þorri Pétursson píanóleikari og Önundur Hafsteinn Pálsson bassaleikari.

Ekkert bendir til að sveitin hafi starfað mikið lengur en í kringum þessa tónleika í MH.