Harmonia (1926-27)

Haustið 1926 stofnaði Páll Ísólfsson tónskáld og organisti söngfélag sem gekk undir nafninu Harmonia. Söngfélag þetta æfði allan veturinn 1926-27 lengst af í Fríkirkjunni undir stjórn Páls en virðist ekki hafa sungið á opinberum vettvangi, það hætti störfum um vorið og mun ekki hafa byrjað aftur að loknu sumri.