Harmonikufélagið Viktoría [félagsskapur] (1979-90)

Takmarkaðar upplýsingar er að finna um Harmonikufélagið Viktoríu sem starfaði á Seyðisfirði líklega um ríflega áratugar skeið seint á síðustu öld.

Fyrir liggur að Harmonikufélagið Viktoría var stofnað 1979 af Hreggviði Jónssyni en hann gegndi fyrstur formennsku í félaginu, um fimmtán manns voru í Viktoríu ári síðar en aðrar tölur um félagsmenn liggja ekki fyrir. Félagið stóð fyrir dansleikjum eystra og m.a. var starfandi hljómsveit innan þess en aðrar upplýsingar er ekki að finna um starfsemina.

Viktoría starfaði til ársins 1990 að minnsta kosti og var Pétur Blöndal formaður félagsins síðustu fjögur árin hið minnsta.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þetta harmonikkufélag.