Hálf sex (1975-81)

Litlar upplýsingar er að finna um danshljómsveit sem starfaði undir nafninu Hálf sex, líkast til á Kirkjubæjarklaustri eða þar í kring um nokkurra ára skeið á áttunda áratug síðustu aldar og fram á þann níunda.

Hálf sex var líklega stofnuð árið 1975 og spilaði nokkuð næstu árin en virðist svo hafa verið endurvakin árið 1981 þegar hún lék á dansleikjum það sumar.

Fyrir liggur að meðal meðlima sveitarinnar voru þeir Einar Andrésson, Jón Rafnsson og Ólafur Elvar Júlíusson en engar upplýsingar er að finna um á hvaða hljóðfæri þeir léku, hverjir aðrir skipuðu sveitina eða hversu lengi hún starfaði, en þeim upplýsingum mætti gjarnan miðla til Glatkistunnar.