Hált í sleipu (1992-93)

Hált í sleipu

Hált í sleipu var grindvísk hljómsveit sem naut töluverðra vinsælda á heimaslóðum á Suðurnesjunum en sveitin var starfrækt á árunum 1992 til 93, jafnvel lengur. Hún kom svo aftur fram árið 2017 og lék eitthvað meira í kjölfarið. Þess má geta að nafn sveitarinnar er sótt í teiknimyndasögurnar um Ástrík.

Lítið liggur fyrir um Hált í sleipu, sveitin lék nokkuð á dansleikjum og tónleikum í heimabyggð á sínum tíma en nokkuð er á huldu hverjir meðlimir sveitarinnar voru, Ólafur Már Guðmundsson trommuleikari var þó meðal þeirra og einnig gæti Sigurbjörn Daði Dagbjartsson hafa verið einn meðlima hennar. Óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar sem og um annað sem gæti átt heima í þessari umfjöllun.