Hártopparnir (1986-87)

Hljómsveit sem bar nafnið Hártopparnir var skólahljómsveit Grunnskólans á Blönduósi veturinn 1986-87 og lék um vorið undir söng keppenda í söngvakeppninni Blönduvision en sú keppni hefur verið hefð í þorpinu í áratugi.

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan Hártoppanna, starfstíma sveitarinnar og annað sem heima ætti í þessari umfjöllun.