
Head
Hljómsveit sem bar nafnið Head var stofnuð fyrir löngu síðan í Þorlákshöfn og hefur hún líkast til starfað með hléum allt til dagsins í dag.
Head var stofnuð haustið 1968 af þá ungum mönnum, nafn sveitarinnar var myndað úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hjörtur Gíslaon bassaleikari, Einar Már Gunnarsson gítarleikari, Árni Áskelsson gítarleikari og Davíð Ó. Davíðsson gítarleikari skv. upplýsingum sem Glatkistan hefur undir höndum, líklegt hlýtur þó að teljast að einhver þeirra hafi verið trommuleikari sveitarinnar.
Lítið annað liggur fyrir um þessa hljómsveit en svo virðist sem hún hafi poppað reglulega upp hin síðari ár og gæti því allt eins verið starfandi enn í dag, allar frekari upplýsingar um það væru vel þegnar.














































