Haukur Þorvaldsson (1943-)

Haukur Þorvaldsson

Haukur Þorvaldsson hefur starfrækt hljómsveitir í eigin nafni í gegnum tíðina og auk þess leikið með fjölda sveita á austanverðu landinu sem hljómborðs- og harmonikkuleikari.

Haukur Helgi Þorvaldsson er fæddur (1943) og uppalinn á Eskifirði, þar starfrækti hann Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar m.a. ásamt bróður sínum Ellert Borgari, sem starfaði líklega í nokkur ár á sjötta áratugnum áður en hann var í hljómsveitinni Ómum, einnig á Eskifirði.

Undir lok áratugarins flutti Haukur til Hafnar í Hornafirði þar sem hann hefur búið og starfað síðan og þar hefur hann jafnframt starfað í og starfrækt nokkrar hljómsveitir, hér má nefna sveitir eins og Tónatríóið (Tríó Adda rokk), Pan kvintettinn, Ringulreið, Hjónabandið, Högnastaðagrúppuna, Hilmar og fuglana og svo Hljómsveit Hauks Þorvaldssonar (hin síðari). Hann hefur jafnframt verið virkur í starfsemi Harmoníkufélags Hornafjarðar, setið þar í stjórn og leikið með hljómsveit félagsins auk þess sem hann hefur tekið þátt í starfsemi leikfélagsins á Höfn m.a. sem hljóðfæraleikari.