Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið á níunda áratug síðustu aldar undir nafninu Helena fagra, á árunum 1986 til 1989 nánar tiltekið.
Helena fagra lék víða á Akureyri, í Eyjafirðinum og nærsveitum á þessum árum og var um tíma eins konar húshljómsveit á Hótel KEA og lék einnig mikið í Sjallanum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ari Baldursson söngvari og hljómborðsleikari, Albert Ragnarsson söngvari og gítarleikari, Finnur Finnsson bassaleikari og Jón E. Berg trommuleikari.














































