Hljómsveitin Helfró starfaði á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar, líklega í kringum 1982 og 83.
Meðlimir sveitarinnar voru ungir að árum, á grunnskólaaldri en meðal þeirra voru Karl Örvarsson söngvari (Stuðkompaníið o.fl.), Jósef Friðriksson bassaleikari (Skriðjöklar) og Eggert Benjamínsson trommuleikari (Skriðjöklar o.fl.), og einnig gæti hafa verið gítarleikari að nafni Þorgils [?] í sveitinni.
Helfró mun hafa verið skammlíf sveit og kom aðeins einu sinni fram, á skólaskemmtun á Akureyri.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.














































