Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Helfró en hún lék á 17. júní tónleikum á Faxatorgi á Sauðárkróki sumarið 1982. Líklega var um unglingahljómsveit að ræða en hér er óskað eftir helstu upplýsingum um hana s.s. meðlimi og hljóðfæraskipan og annað viðeigandi.














































