Hljómsveit Árna Ingimundarsonar (1953)

Upplýsingar eru mjög takmarkaðar um hljómsveit sem starfaði undir stjórn píanóleikarans Árna Ingimundarsonar (síðar kórstjórnanda) á Akureyri en hún bar nafnið Hljómsveit Árna Ingimundarsonar.

Fyrir liggur að þessi sveit lék á dansleikjum í Alþýðuhúsinu á Akureyri og einnig á skóladansleikjum Menntaskólans á Akureyri en annað er ekki vitað um hana og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingu um þessa sveit.