Afar fáar og takmarkaðar heimildir er að finna um hljómsveitina Heitar pylsur sem starfaði á Seyðisfirði sumarið 1989 en það sama sumar sendi sveitin frá sér sex laga plötu sem bar heitið Haldið þið að við höfum ætlað að gera þetta? sem Andfélagið gaf út. Á plötunni er sveitin skipuð þeim Arnari Þór Guttormssyni, Emil Theódór Guðmundssyni og Jóni Ágúst Reynissyni sem virðast hafa skipt með sér hljóðfæraleiknum og leikið á hin ýmsustu hljóðfæri, einnig konu Aðalheiður Borgþórsdóttir og Ármann Reynisson við sögu á plötunni sem var gefin út í takmörkuðu en tölusettu upplagi.
Heitar pylsur léku töluvert á tónleikum og dansleikjum sumarið 1989 og m.a. á tónlistarhátíðinni Valaskjálfta ´89 um verslunarmannahelgina en svo virðist sem hún hafi fljótlega hætt störfum eftir það. Síðan heyrist ekkert til hennar fyrr en sumarið 1995 að hún lék á bæjarhátíð fyrir austan.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Heitar pylsur.














































