Hljómsveit Birgis Stefánssonar (1981)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem auglýst var undir nafninu Hljómsveit Birgis Stefánssonar en hún lék þá á 17. júní-skemmtun á Ráðhústorginu á Akureyri.

Ekkert annað liggur fyrir um þessa sveit nema nafn hennar og er því óskað eftir frekari upplýsingum um Birgi og aðra meðlimi sveitarinnar auk hljóðfæraskipan hennar, starfstíma o.fl.