Hljómsveit bókagerðarmanna (1997)

Hljómsveit bókagerðarmanna á sviði Borgarleikhússins

Fjölmargir tónlistarmenn á árum áður voru lærðir prentarar en þegar Félag bókagerðarmanna hélt upp á 100 ára afmæli sitt vorið 1997 hafði þeim tónlistarmönnum fækkað mjög innan stéttarinnar. Bókagerðarmenn voru þó ekki í neinum vandræðum með að manna stóra hljómsveit þegar afmælisfögnuðurinn fór fram í Borgarleikhúsinu. Það var píanóleikarinn Magnús Ingimarsson sem annaðist hljómsveitarstjórn og útsetningar fyrir sveitina en aðrir liðsmenn hennar voru Ari Jónsson trommuleikari og söngvari, Björn Björnsson saxófónleikari, Guðjón Einarsson básúnuleikari, Lárus Sveinsson trompetleikari, Leó G. Torfason gítarleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari, Sverrir Sveinsson trompetleikari og svo söngkonan Þuríður Sigurðardóttir, flest allt vel þekkt tónlistarfólk.

Sveitin mun ekki hafa leikið nema á aldar afmæli Félags bókagerðarmanna.