Hello Norbert! (2004-07)

Hello Norbert!

Hljómsveitin Hello Norbert! var nokkuð áberandi í indírokksenunni snemma á nýrri öld.

Sveitin var líklega stofnuð árið 2004 í Breiðholti og var farin að koma fram á tónleikum þá um haustið, m.a. á Frostrokk tónleikunum svokölluðu. Vorið eftir (2005) var Hello Norbert! meðal þátttökusveita í Músíktilraunum, komst upp úr undanúrslitunum sem haldin voru í Tjarnarbíói og hafnaði svo í öðru sæti keppninnar í úrslitunum í Austurbæ, á eftir sigurvegurunum í Jakobínurínu. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Halldór Arnarson gítarleikari sem var kjörinn efnilegasti gítarleikari keppninnar, Borgþór Jónsson bassaleikari, Hlynur Örn Jakobsson trommuleikari og Rúnar Örn Marinósson gítarleikari en þeir voru þá allir fimmtán og sextán ára gamlir.

Hellór Norbert! var töluvert virk eftir velgengnina í Músíktilraunum, spilaði mikið á tónleikum á höfuðborgarsvæðinu og var starfaði allt til ársins 2007. Meðlimir hennar áttu síðar eftir að poppa upp með hljómsveitum eins og Agent fresco, Grísalappalíu, Oyama og fleirum.