Hljómsveit Braga Árnasonar (1986-93)

Lítið liggur fyrir um Hljómsveit Braga Árnasonar en Bragi þessi var trommuleikari (einn Bjarkarlandsbræðra frá Vestur-Eyjafjallahreppi) og lék með fjölmörgum sunnlenskum hljómsveitum á sínum tíma.

Bragi Árnason starfrækti hljómsveit í eigin nafni að minnsta kosti á árunum 1986 til 93 en sú sveit lék á þorrablótum, árshátíðum og annars konar tónlistarsamkomum í Rangárvallasýslu og sjálfsagt víðar á sínum tíma. Smári [Eggertsson bassaleikari?] var líklega einn meðlima sveitarinnar auk Braga sem lék eins og fyrr er nefnt á trommur en upplýsingar vantar um aðra meðlimi hennar. Fyrir liggur að Hjálmfríður Þöll Friðriksdóttir söng með sveitinni á að minnsta kosti einum dansleik (við vígslu félagsheimilisins Fossbúðar í Skógum) en ekki finnast upplýsingar um aðra söngvara hennar.