Hljómsveit Braga Einarssonar (1956-63)

Saxófón- og klarinettuleikarinn Bragi Einarsson starfrækti um nokkurra ára skeið hljómsveit í eigin nafni sem virðist þó ekki hafa starfað alveg samfleytt, og hugsanlega var hún misjafnlega mönnuð eftir tilefninu og hverjir væru tiltækir hverju sinni.

Sveit Braga virðist fyrst leika á dansleik í Félagsgarði í Kjós ásamt Leiksystrum (söngdúett) en á næstum árum er að finna heimildir um að hún hafi leikið nánast árlega til ársins 1963, þó er ljóst að sveitin starfaði ekki samfleytt enda starfaði Bragi með ýmsum hljómsveitum á þessum tíma auk þess að sinna fullu starfi sem prentari. Sveitin hans lék einmitt einnig á barnaskemmtunum á vegum félags prentiðnaðarmanna svo dæmi séu nefnd.

Engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hljómsveitarinnar og því er hér með óskað eftir þeim.