Hljómsveit Eddu Erlendsdóttur (1994)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Eddu Erlendsdóttur sem lék í móttöku sem sendiherra Íslands í Frakklandi hélt sumarið 1994.

Edda Erlendsdóttir píanóleikari var þá búsett í París og virðist hún hafa starfrækt hljómsveit þar og hugsanlega með íslenskum meðspiluðum, þó gæti þessi sveit allt eins hafa verið sett saman sérstaklega fyrir þessa uppákomu – líkur eru einnig á að um kammersveit sé að ræða. Edda starfaði á þessum tíma ytra með tangósveitinni Tempo di tango en ekkert bendir til þess að um þá sveit sé þarna að ræða.