Ekki finnast miklar upplýsingar um hljómsveit úr Hafnarfirði sem bar heitið Herramenn en hún starfaði á árunum 1984 og 85, hugsanlega eitthvað lengur en það.
Fyrir liggur að Stefán Hjörleifsson gítarleikari (síðar kenndur við Bítlavinafélagið, Nýdanska o.fl.) og Hallur Helgason trommuleikari (síðar kvikmyndagerðarmaður o.fl.) voru í þessari sveit en engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar, hér er þó giskað á að einhverjir þeirra sem síðar skipuðu hljómsveitina Káta pilta hafi verið í Herramönnum.
Hljómsveitin lék á nokkrum tónleikum í Hafnarfirði meðan hún var starfrækt.














































