Hey Joe (1997-99)

Hljómsveitin Hey Joe var nokkuð virk á ballmarkaðnum á síðustu árum 20. aldarinnar en sveitin starfaði á árunum 1997 til 1999 hið minnsta. Hey Joe var frá Akureyri, lék mestmegnis þar og í nágrannasveitunum en fór einnig um austanvert landið í ballspilamennsku og kom stöku sinnum suður til Reykjavíkur til að leika á Gauki á Stöng.

Nokkuð er á reiki hverjir skipuðu sveitina, kjarni hennar virðist hafa verið Hörður Halldórsson gítarleikari, Guðni Konráðsson gítarleikari og Jóhann G. Jóhannesson [?] en einnig lék Atli Hergeirsson bassaleikari með sveitinni um tíma, líklega komu fleiri við sögu sveitarinnar.

Hey Joe sendi frá sér eitthvað af frumsömdu efni og sjá má lög með sveitinni á Youtube.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa hljómsveit.