Hljómsveit sem bar nafnið HIBS (H.I.B.S.) var starfrækt á Þórshöfn á Langanesi um miðjan níunda áratug síðustu aldar og lék á dansleikjum á svæðinu, sveitin mun mestmegnis hafa verið með hefðbundna balltónlist og gömlu dansana á prógrammi sínu.
Nafn sveitarinnar (HIBS) var sett saman úr upphafsstöfum meðlima hennar en þeir voru Hilmar Þór Hilmarsson söngvari, Ingvar [?], Birgir [?] og Sigurður [?], upplýsingar um föðurnöfnin vantar sem og hljóðfæraskipan.
Þeir sem hafa frekari upplýsingar um þessa sveit mega setja sig í samband við Glatkistuna með ofangreind atriði í huga auk þess sem fylgja mættu upplýsingar um starfstíma hennar.














































