Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem hét að öllum líkindum Hið óttalega burp en nafn sveitarinnar er fengið úr teiknimyndasögu um þá félaga Sval og Val sem kom út árið 1987, líklegast er því að sveitin hafi starfað einhvern tímann fljótlega eftir það.
Fyrir liggur að Geir Harðarson var einn meðlimur Hins óttalega burps, hann gæti hafa verið söngvari og gítarleikari sveitarinnar en líkur eru á að hún hafi verið starfandi á Akranesi, þaðan sem Geir kemur.














































