Herra kílómetri (1996)

Hljómsveit sem bar nafnið Herra kílómetri (eða Herra kílómeter) starfaði á norðausturhorni landsins sumarið 1996 en sveitin lék þá á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af 150 ára afmæli Þórshafnar á Langanesi. Líklegast er að sveitin hafi verið frá Þórshöfn eða nágrenni og að um unglingahljómsveit hafi verið að ræða.

Óskað er eftir upplýsingum um Herra kílómetra, meðlimi sveitarinnar og hljóðfæraskipan auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.