Hjólið (1975-78)

Hjólið

Hljómsveitin Hjólið frá Akureyri lék á dansleikjum nyrðra um og eftir miðjan áttunda áratug síðustu aldar, sveitin varð svo fræg að koma tveimur lögum inn á safnplötu en hlaut þó enga sérstaka athygli fyrir það.

Hjólið var stofnuð haustið 1975 og virðist sem meðlimaskipan hafi allan tímann verið sú sama meðan sveitin starfaði, Matthías Henriksen trommuleikari, Kristján Jónsson bassaleikari, Ólafur Sigurðsson gítarleikari og Snorri Guðvarðarson gítarleikar – þeir félagar munu hafa skipt með sér söngnum.

Sveitin hafði frekar hægt um sig til að byrja með á ballmarkaðnum en sumarið 1976 varð hún meira áberandi, lék þá á sveitaböllum og svo útihátíð á Melgerðismelum um verslunarmannahelgina og svo í kjölfarið nokkrar helgar í röð í Sjallanum á Akureyri. Þá um haustið átti sveitin tvö lög (Oft ég spyr og Hjólið mitt) á safnplötunni Eitt með öðru, sem Tónaútgáfan á Akureyri gaf út.

Hjólið starfaði áfram allt til vorsins 1978 þegar Helgi Magnússon hljómborðsleikari og Árni Henriksen trommuleikari bættust í hópinn en þá tóku þeir félagar upp nýtt nafn, Jamaica og störfuðu undir því nafni næstu árin.